Bíladagar á Akureyri hófust í dag með glæsibrag. Bílahátíðin mikla byrjaði með Auto X-keppninni sem var svo fylgt eftir með drift-sýningu.
Það er þétt dagskrá næstu daga og lýkur hátíðinni 17. júní. Gestir mega gera ráð fyrir rallýkeppni, hávaðakeppni, götuspyrnu, bílasýningu og mörgu fleiru næstu dagana.
Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu og segir í auglýsingunni að gestir geti þannig „fengið gúmmífnykinn beint í æð." en allir viðburðir fara fram á svæði bílaklúbbsins.
Hægt er að skoða dagskrána nánar á vef Bíladaga.