Toyota tekur á móti gestum frá klukkan 12 til klukkan 16 á morgun, laugardag á sölustöðum sínum í Kauptúni, Reykjanesbæ á Selfossi og Akureyri.
Um sannkallaða stórsýningu er að ræða samkvæmt tilkynningu frá Toyota. Á sýningunni má sjá rafmagnað bílaúrval frá Toyota, bæði hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla.
Gestir eru sérstaklega hvattir til að reynsluaka rafbílum því dregið verður úr nöfnum þeirra sem reynsluaka og þeir heppnu fá 50.000 kr. gjafabréf sem nota má í Smáralind eða á Glerártorgi á Akureyri.
Þá býður Toyota gestum og gangandi upp á hátíðlegt góðgæti fyrir alla fjölskylduna frá Myllunni, Nóa Síríusi og Ölgerðinni.