Brugðu á leik með nýjan Mini Countryman á Íslandi

Hestastóð virðir bílinn fyrir sér. Fjórhjóladrifið kom að góðum notum …
Hestastóð virðir bílinn fyrir sér. Fjórhjóladrifið kom að góðum notum við íslenskar aðstæður. Bernhard Filser

Erlendir blaðamenn heimsóttu Ísland á dögunum til að kynnast nýjum Mini Countryman og var tækifærið notað til að mynda bílinn í íslenskri náttúru. Samhliða því efndi BL til viðburðar fyrir boðsgesti á Nauthóli þar sem bifreiðin var frumsýnd.

Mini Countryman er stærsta útgáfa Mini til þessa og sú fyrsta sinnar tegundar sem framleidd er í Þýskalandi; nánar tiltekið í verksmiðju BMW í Leipzig. Þykir Mini Countryman rúmgóður, þægilegur, og hlaðinn tækninýjungum og eins hefur verið leitast við að lágmarka umhverfisáhrifin af framleiðslu bílanna s.s. með því að nota endurnýtt ál í felgurnar og endurunnið plast í innréttinguna.

Umsagnir blaðamanna að reynsluakstri loknum benda til að Mini Countryman hafi staðið sig vel við íslenskar aðstæður, og lét bifreiðin hvorki snjó né hálku stöðva sig, en um var að ræða svokallaða S All4 útgáfu sem er með drif á öllum hjólum og skartar sportlegum John Cooper Works útlitspakka.

Rauði liturinn er kenndur við eldpipar.
Rauði liturinn er kenndur við eldpipar. Bernhard Filser
Nýr Countryman er sá fyrsti af nýrri kynslóð Mini-bíla.
Nýr Countryman er sá fyrsti af nýrri kynslóð Mini-bíla. Bernhard Filser
Íslenska landslagið myndaði dramatískan bakgrunn á þeim myndum sem teknar …
Íslenska landslagið myndaði dramatískan bakgrunn á þeim myndum sem teknar voru vegna viðburðarins. Bernhard Filser
mbl.is