Cybertruck kominn til Íslands

Cybertruck vakti snemma athygli fyrir framúrstefnulega hönnun.
Cybertruck vakti snemma athygli fyrir framúrstefnulega hönnun. Tesla

Tesla á Íslandi frumsýnir í dag pallbílinn Cybertruck. Sýningin er hluti af „Cybertruck Odyssey“ þar sem bifreiðin verður á ferðalagi um Evrópu.

Mun Cybertruck hafa viðkomu í Vatnagörðum 24 fram að mánudeginum 7. júlí. Af fréttatilkynningu frá Tesla má ráða að ekki verði í boði, að svo stöddu, að reynsluaka pallbílnum. Hins vegar geta áhugasamir prófað aðrar bifreiðar frá framleiðandanum, þ.e. Model S, Model 3, Model X og Model Y.

Cybertruck hefur vakið mikla athygli á heimsvísu en kaupendur í Bandaríkjunum fengu fyrstu eintökin af bifreiðinni í hendurnar í nóvember á síðasta ári.

Pallbíllinn vegur 3,1 tonn, getur rúmað rösklega 3.400 lítra af farangri, kemst allt að 750 km á einni hleðslu, og er svo lítið sem 2,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Þá er dráttargeta Cybertruck allt að 4.990 kg.

Cybertruck er þegar kominn á markað í Bandaríkjunum en er …
Cybertruck er þegar kominn á markað í Bandaríkjunum en er í kynningarferð um Evrópu.
mbl.is