Italis efnir til Ducati hátíðar í sýningarsal umboðsins að Álfhellu 4, í kvöld fimmtudaginn 22. ágúst.
Viðburðurinn er opinn öllum áhugamönnum um Ducati-mótorhjól en félag íslenskra Ducati-eigenda verður þar með kynningu á starfsemi sinni og mun jafnframt fræða gesti um fyrirhugaða mótorhjólaferð til útlanda á næsta ári sem skipulögð hefur verið í tilefni af afmæli klúbbsins.
Á Ducati deginum verða m.a. til sýnis keppnishjól, áhugavert eintak af Scrambler Full Throttle og afar vígaleg Streetfighter SP2 mótorhjól sem framleitt er í takmörkuðu upplagi. Þá verða að auki sýnd fjölmörg önnur mótorhjól sem nýkomin eru til landsins.
Viðburðurinn stendur yfir frá 17.30 til 20.30.