Boða til Ducati sýningar í kvöld

Meðal hjólanna á sýningunni er þetta ólífugræna Diavel hjól með …
Meðal hjólanna á sýningunni er þetta ólífugræna Diavel hjól með bronslitaðar felgur. Ljósmynd/Róbert Erlingsson f. Italis

Italis efnir til Ducati hátíðar í sýningarsal umboðsins að Álfhellu 4, í kvöld fimmtudaginn 22. ágúst.

Viðburðurinn er opinn öllum áhugamönnum um Ducati-mótorhjól en félag íslenskra Ducati-eigenda verður þar með kynningu á starfsemi sinni og mun jafnframt fræða gesti um fyrirhugaða mótorhjólaferð til útlanda á næsta ári sem skipulögð hefur verið í tilefni af afmæli klúbbsins.

Á Ducati deginum verða m.a. til sýnis keppnishjól, áhugavert eintak af Scrambler Full Throttle og afar vígaleg Streetfighter SP2 mótorhjól sem framleitt er í takmörkuðu upplagi. Þá verða að auki sýnd fjölmörg önnur mótorhjól sem nýkomin eru til landsins.

 Viðburðurinn stendur yfir frá 17.30 til 20.30.

Mörg hjólin sem eru til sýnis eru nýkomin upp úr …
Mörg hjólin sem eru til sýnis eru nýkomin upp úr kassanum. Ljósmynd/Róbert Erlingsson f. Italis
Scrambler hjólin hafa gert mikla lukku hjá mótórhjólaunnendum um allan …
Scrambler hjólin hafa gert mikla lukku hjá mótórhjólaunnendum um allan heim. Ljósmynd/Róbert Erlingsson f. Italis
Þetta einkar vígalega hjól frá Agusta verður á meðal þeirra …
Þetta einkar vígalega hjól frá Agusta verður á meðal þeirra sem sjá má á sýningunni. Ljósmynd/Róbert Erlingsson f. Italis
mbl.is