Nýr Audi Q7, Skoda Enyaq og fleiri á haustsýningu Heklu

Flaggskipið Audi Q7 kemst drjúgan spöl á rafhleðslunni.
Flaggskipið Audi Q7 kemst drjúgan spöl á rafhleðslunni.

Bílaumboðið Hekla efnir til haustsýningar á laugardag þar sem gestir geta m.a. kynnst nýjum Audi Q7 tengiltvinnbíl og Skoda Enyaq 85x rafbíl sem nú er kraftmeiri og með meiri drægni en áður. Hekla notar tækifærið jafnframt til að sýna 50 ára afmælisútgáfu af Volkswagen Golf og nýjan Skoda Superb.

Í tilkynningu segir að Audi Q7 TFSI e sé flaggskip bílaframleiðandans og lúxussportjeppi sem sameini það besta úr báðum heimum með kraftmikilli bensínvél og allt að 82 km drægni á rafmagninu einu saman.

Innréttingin í Q7 er fáguð og stílhrein.
Innréttingin í Q7 er fáguð og stílhrein.

Þá er afmælisútgáfa Volkswagen Golf hlaðin aukabúnaði og með öfluga bensínvél, og einnig fáanleg í tengiltvinnútgáfu með allt að 142 km drægni á rafmagni.

Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 12 til 16 í sýningarsalnum á Laugavegi 174.

Búið er að bæta í kraftinn og drægnina hjá rafmagns …
Búið er að bæta í kraftinn og drægnina hjá rafmagns Enyaq.
VW Golf á 50 ára afmæli og ber aldurinn vel.
VW Golf á 50 ára afmæli og ber aldurinn vel.
mbl.is