BL frumsýnir bíla frá Mini og MG

Mini Countryman E fæst með allt að 462 km drægni.
Mini Countryman E fæst með allt að 462 km drægni. Ljósmynd/BMW Group

Efnt verður til bílasýningar hjá BL við Sævarhöfða á laugardag. Bílaumboðið mun frumsýna Mini Cooper og Mini Aceman en einnig verður til sýnis Mini Country man sem kynntur var Íslendingum fyrr á árinu.

Mini-bílarnir sem um ræðir eru allir sýndir í rafmagnsútgáfu: Cooper E og Aceman E hafa, að því er fram kemur í tilkynningu, 285 til 300 km drægni og eru 7,3 til 7,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Countryman E, sem er fáanlegur fjórhjóladrifinn, hefur hins vegar allt að 462 km drægni og er allt niður í 5,6 sekúndur í hundraðið ef aflmeiri gerðin er valin.

Við sama tilefni sýnir BL bílana tvinnbílinn MG3 Hybrid og tengiltvinnbílinn MG HS PHEV. Sá fyrrnefndi er búinn 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvél og 100 kW rafmótor sem samanlagt framleiða 191 hestöfl og hafa eldsneytiseyðslu upp á 4,4 l/100 km. Síðarnefndi bíllinn er 273 hestafla, getur ekið 109 km á rafhleðslunni einni saman og mælist bensíneyðslan 0,54 l/100 km.

Sýningin á Sævarhöfða á laugardag hefst kl. 12 og lýkur kl. 16.

MG hefur verið vel tekið síðan framleiðandinn nam land á …
MG hefur verið vel tekið síðan framleiðandinn nam land á Íslandi. Ljósmynd/BL
Þrír nýir rafbílar frá Mini verða sýndir á laugardag.
Þrír nýir rafbílar frá Mini verða sýndir á laugardag.
mbl.is