Fagna 60 ára samstarfi við Bond með Goldfinger-útgáfu

James Bond og Aston Martin hafa verið samferða í marga …
James Bond og Aston Martin hafa verið samferða í marga áratugi. Ljósmynd/Aston Martin

Breski glæsikerruframleiðandinn Aston Martin frumsýndi í gær sérútgáfu af sportbílnum DB12. Er bifreiðin innblásin af James Bond-myndinni Goldfinger og er ætlað að fagna 60 ára samstarfsafmæli bílaframleiðandans og kvikmyndanna um ævintýragjarna og kvensama njósnarann.

James Bond hefur í gegnum tíðina ekið alls kyns bifreiðum en hann mætti fyrst til leiks í Sunbeam Alpine-blæjubíl í Dr. No árið 1962 og notaðist stuttlega við Bentley Mark IV í From Russia With Love árið 1963. Aston Martin kom loks inn í myndina árið 1964 með DB5 í Goldfinger, og var það þá sem bílar njósnarans fóru að verða búnir alls konar sniðugum græjum.

Aðeins verða smíðuð 60 eintök af sérútgáfunni.
Aðeins verða smíðuð 60 eintök af sérútgáfunni.

Goldfinger-útgáfa DB12 verður smíðuð í 60 eintökum og máluð í hefðbundnum „silver birch“-lit en litla sláin sem liggur ofan á loftopinu aftan við framdekkin er höfð gyllt á litinn.

Sætin eru fóðruð með sams konar mynstri og var upphaflega í DB5 og hefur farþegarýmið verið hjúpað með 18 karata gulli hér og þar. Þá fá kaupendur að gjöf sérstaka skjalatösku sem fyllt er með alls kyns varningi sem hefur verið sérútbúinn af þessu tilefni, og að auki fylgir með stór flaska af árgangi 2007 af Bollinger-kampavíni. ai@mbl.is

Greinin birtist upphaflega í Bílablaði Morgunblaðsins 22. október

Takkarnir í mælaborðinu eru húðaðir með 18 karata gulli.
Takkarnir í mælaborðinu eru húðaðir með 18 karata gulli.
Gylltir tónar sjást hér og þar utan á bílnum, eins …
Gylltir tónar sjást hér og þar utan á bílnum, eins og hæfir tilefninu.
Aston Martin DB12 þykir með fallegustu sportbílum sem völ er …
Aston Martin DB12 þykir með fallegustu sportbílum sem völ er á.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: