Porsche segir bless við 911 Dakar með gullmola

Gul og blá samsetningin hittir aldeilis í mark.
Gul og blá samsetningin hittir aldeilis í mark. Ljósmynd/Porsche

Síðasta eintakið af 2.500 Porsche 911 Dakar-sportbílum rann á dögunum af færibandinu í Zuffenhausen. Um er að ræða svokallaða „Sonderwunsch“-sérpöntun sem nostrað var við í samræmi við óskir kaupandans sem ku vera ítalskur sportbílasafnari.

911 Dakar var kynntur til sögunnar árið 2022 og byggist á 911 GTS en er hannaður og hækkaður til að ráða betur við akstur utan vega.

Kaupandi bílsins er greinilega smekkmaður.
Kaupandi bílsins er greinilega smekkmaður.

Áhugamönnum um sportbíla þykir lokaútgáfa 911 Dakar hafa heppnast einstaklega vel en Sonderwunsch-deild Porsche málaði bílinn gulan að ofan og fagurbláan að neðan. Efri og neðri hlutarnir eru síðan aðskildir með línu sem máluð er með nýjum lit sem fengið hefur nafnið Lampedusa-blár og var liturinn þróaður í samráði við kaupanda bílsins.

Felgurnar eru málaðar í sama gula litnum og bíllinn, með Lampedusa-blárri rönd en farþegarýmið er svart með gulum rákum og útsaumi hér og þar.

Voru þau hjá Porsche svo ánægð með útkomuna að bifreiðin verður höfð til sýnis í einhvern tíma í anddyri Porsche-safnsins í Stuttgart áður en hún verður send til nýja eigandans. ai@mbl.is

Með þessu eintaki lýkur sögu 911 Dakar í bili.
Með þessu eintaki lýkur sögu 911 Dakar í bili.
Innréttingin rímar við ytra byrði sportbílsins.
Innréttingin rímar við ytra byrði sportbílsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka