Kynna nýjan og endurhannaðan BMW X3

Af útlitsbreytingum má nefna að grillið hefur verið endurhannað.
Af útlitsbreytingum má nefna að grillið hefur verið endurhannað. Ljósmynd/BL

Aðdá­end­ur BMW munu ef­laust fjöl­menna í sýn­ing­ar­sal­inn við Sæv­ar­höfða á laug­ar­dag en þar verður kynnt­ur nýr BMW X3 Plug-in Hybrid.

Í til­kynn­ingu frá umboðinu seg­ir að þessi nýja gerð fjór­hjóla­drifna ten­gilt­vinn-sportjepp­ans byggi á nýj­um und­ir­vagni og þá er bif­reiðin einnig stærri en frá­far­andi gerð og með hærra und­ir lægsta punkt. Það ætti að gera X3 enn hag­kvæm­ari í rekstri að hann kemst allt að 90 km á raf­magn­inu einu sam­an.

Bæði bens­ín­vél­in og raf­mótor­inn í X3 hafa verið upp­færð og þökk sé 300 hest­öfl­um fer jepp­inn úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst. á 6,2 sek­úndu. Meðal út­lits­breyt­inga má nefna end­ur­hannað „nýrna­grill“ með inn­byggðum út­línu­ljós­um og tvö­föld­um ljós­merk­ing­um á fram­ljós­um. Inn­feld­ir hurðar­hún­ar breyta hliðarsvip X3 og bæði aft­ur­hleri og aft­ur­ljós hafa fengið nýja hönn­un.

Þegar sest er inn í nýj­an X3 má m.a. sjá að sæt­in hafa verið end­ur­hönnuð sem og gír­skipt­i­stjórntakk­arn­ir í miðju­stokk­in­um.  Fóta­rými og geymslu­rými hef­ur verið aukið og búið er að bæta við fleiri val­mögu­leik­um fyr­ir lýs­ingu í farþega­rým­inu.

Tölv­an í bif­reiðinni er orðin snjall­ari og skil­ur núna fleiri radd­skip­an­ir. Afþrey­ing­ar­mögu­leik­ar hafa einnig verið aukn­ir og veit­ir kerfið aðgang að úr­vali snjall­for­rita s.s. fyr­ir streym­isveit­ur.

Í til­kynn­ingu seg­ir að BMW X3 Plug-in Hybrid verði í boði í tveim­ur út­búnaðargerðum: 30e og 30e M-Sport. Sýn­ing­in á laug­ar­dag stend­ur yfir frá kl. 12 til 16.

Farangursrýmið hefur verið stækkað og einnig á að vera rýmra …
Far­ang­urs­rýmið hef­ur verið stækkað og einnig á að vera rýmra um farþega í aft­ur­sæt­un­um. Ljós­mynd/​BL
mbl.is

Bílar »