„Þar sem jeppinn kemst á hjólhýsið að komast líka“

Gunnar Guðmundsson og Guðjón H. Gunnarsson stilla sér upp við …
Gunnar Guðmundsson og Guðjón H. Gunnarsson stilla sér upp við vel útbúið Crawler-hjólhýsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Gunn­ar Guðmunds­son hafði lengi leitað sér að verk­legu fjalla­hjól­hýsi og rann að lok­um upp fyr­ir hon­um að gat væri á ís­lenska markaðinum: „Leit­in hafði staðið yfir í mörg ár og er ég bú­inn að eiga alla flór­una: tjald­vagn, felli­hýsi og hjól­hýsi, en alltaf langað til að geta farið lengra á ferðalög­um mín­um um landið,“ seg­ir hann. „Svo fór ég að leita á net­inu og fann Crawler-hjól­hýs­in og heim­sótti úti­bú þeirra í Þýskalandi. Leist mér svo vel á Crawler að ég lét á það reyna að fá umboðið og gekk það eft­ir svo að 2021 stofnaði ég fyr­ir­tækið Tar­and­us ehf. í fé­lagi við þrjá vini mína.“

Há­lend­islúx­us

Eins og sést á mynd­un­um sem fylgja grein­inni eru Crawler-hjól­hýs­in af verk­legu sort­inni en þau eru smíðuð í Tyrklandi og hvert ein­asta hjól­hýsi hand­smíðað í sam­ræmi við ósk­ir kaup­and­ans. „Gæðin sjást m.a. á því hve ryk- og vatnsþétt þessi hjól­hýsi eru en þau eru líka vel ein­angruð og húðuð að inn­an með 2 mm lagi af efni sem veit­ir jafn­mikla hita- og kulda­ein­angr­un og 2 cm af ull. Þessu til viðbót­ar eru ein­angr­andi ArmaFl­ex-mott­ur í öll­um veggj­um og þaki,“ út­skýr­ir Gunn­ar. „Þessi hjól­hýsi fjaðra vel en fjöðrun­in skipt­ir miklu fyr­ir getu hjól­hýs­is­ins til að kom­ast yfir hol­ur og ófærð.“

Tar­and­us ehf. flyt­ur líka inn pall­hýsi, topptjöld og hús­bíla­kassa frá Crawler en fjalla­hjól­hýs­in eru í aðal­hlut­verki og í boði eru Batu 535i, sem er stærri gerðin, og TRC 458i sem er minni gerðin. Gunn­ar seg­ir minna hjól­hýsið heppi­legra fyr­ir marga því auðveld­ara sé að draga það og létt­ara að skröngl­ast eft­ir erfiðum vega­slóðum með nett­ara hjól­hýsi í eft­ir­dragi. „Fólkið sem kem­ur til okk­ar hef­ur gam­an af að skoða landið en lang­ar að gera meira, ferðast lengra upp á há­lendið en halda samt í ákveðinn „há­lend­islúx­us“, og kann að meta að hafa t.d. sal­erni, eld­hús og góðan hit­ara,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að Crawler-hjól­hýs­in ráði al­veg við að þvera ár. „Ég er oft spurður að þessu og er svarið að þar sem jepp­inn kemst á hjól­hýsið að kom­ast líka.“

Batu 535i er 1.700 kg en TRC 458i 900 kg að þyngd og rúm­ast 5-6 manns í Batu á meðan fjór­ir til fimm geta sofið í TRC. „Aðbúnaður­inn um borð er meira eða minna sá sami nema í Batu er plássið meira,“ út­skýr­ir Gunn­ar.

Þegar ferðast er á hálendinu þarf m.a. að halda rykinu …
Þegar ferðast er á há­lend­inu þarf m.a. að halda ryk­inu í skefj­um.

Eins og lít­ill bú­staður

Gam­an er að segja frá því að flest­ir ís­lensk­ir kaup­end­ur Crawler-fjalla­hjól­hýs­anna vilja fá næst­um all­an þann auka­búnað sem í boði er og ligg­ur við að vanti bara vínkæl­inn: „Velja má á milli dísil- og gashit­ara og taka flest­ir gasið. Þá má velja um þrenns kon­ar gerðir af ís­skáp­um og einnig má panta sér­stak­ar hitamott­ur sem komið er fyr­ir ná­lægt vatns­lögn­um svo að ekki frjósi í lögn­un­um hygg­ist fólk nota hjól­hýsið að vetri til. Hægt er að fá stóra sólarraf­hlöðu á þakið, 325 vött, og er það nóg til að gera hjól­hýsið al­veg sjálf­bært um raf­orku en val er um tvenns kon­ar stærðir af raf­hlöðu um borð.“

Spurður hvort það megi ekki hrein­lega búa í Crawler-hjól­hýsi árið um kring seg­ir Gunn­ar að það megi haga skipu­lagi hjól­hýs­is­ins nokkuð eft­ir ósk­um kaup­and­ans og t.d. hægt að fækka svefn­pláss­um, stækka eld­húsaðstöðuna eða gera baðher­bergið rýmra ef fólk vill. „Við höf­um fengið til okk­ar fólk sem er að leita að heppi­leg­um kosti til að gista í ein­hvern tíma t.d. til að sinna rekstri úti á landi yfir sum­arið. Crawler-fjalla­hjól­hýsi get­ur jafn­vel komið til greina fyr­ir fólk sem vill bjóða upp á gistiaðstöðu og er þá á við lít­inn bú­stað.“

Gunn­ar seg­ir ekki erfitt eða flókið að um­gangst Crawler-hjól­hýs­in. Á ferðalög­um fólks um landið verði að gæta að því að leggja ekki á eign­ar­lóðum eða -landi án leyf­is, og vita­skuld sé nóg af tjald­stæðum þar sem tekið er vel á móti hjól­hýs­um. Einnig ber að hafa í huga að ekki er leyfi­legt að aka utan veg­ar eða slóða, og skal ferðalang­ur ávallt hafa vernd­un nátt­úru lands­ins að leiðarljósi. „Vatnstankur­inn er mjög stór, 115 lítr­ar, og hrein­lega hægt að fylla á hann í næsta læk, en losa þarf úr kló­sett­un­um á þar til gerðum stöðum og eru t.d. marg­ar bens­ín­stöðvar og tjald­stæði með mót­tökuaðstöðu fyr­ir þann úr­gang.“

Best er að geyma hjól­hýsið inn­an­húss ef því er lagt yfir vet­ur­inn, og enn betra ef geymsl­an er upp­hituð. „Einnig er auðvitað hægt að geyma hjól­hýsið úti, en það verður að tæma vatns­lagn­irn­ar til að forðast frost­skemmd­ir en sum­ir fara þá leið að bæta á kerfið frost­legi sem ætlaður er til slíkr­ar notk­un­ar,“ seg­ir Gunn­ar. „Svo þarf að tryggja hjól­hýsið en eng­in sér­stök op­in­ber gjöld fylgja þess­ari eign.“

Gunn­ar minn­ir á að það sé líka gott að passa upp á ör­yggið og fjár­festi hann t.d. sjálf­ur í þar til gerðu beisli sem trygg­ir að óviðkom­andi geti ekki fest hjól­hýsið hans á bíl og dregið af stað. „Sömu fjár­mögn­un­ar­leiðir eru í boði og fyr­ir bíla­kaup, bæði hvað varðar láns­hlut­fall og láns­tíma, en það er all­ur gang­ur á því hvort viðskipta­vin­ir okk­ar kjósa að fjár­magna kaup­in eða hrein­lega staðgreiða.“

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins þriðju­dag­inn 21. janú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »