Bílabúðin frumsýnir Musso Grand

Musso Grand hefur hlotið ýmsar viðurkenningar undanfarin misseri.
Musso Grand hefur hlotið ýmsar viðurkenningar undanfarin misseri. Ljósmynd/Bílabúð Benna

Vafalítið munu margir jeppaáhugamenn taka stefnuna á Krókháls 9 á laugardag en þar sýnir Bílabúð Benna nýjustu útfærslu Musso Grand á milli 12 og 16.

Í tilkynningu frá umboðinu segir að Musso Grand frá KGM (áður SsangYong) sé stór, rúmgóður og kraftmikill vinnuþjarkur, búinn öflugri dísilvél sem skilar 202 hestöflum og allt að 441 Nm togi. Líkt og aðrir fjórhjóladrifnir bílar frá KGM er hann með læsanlegum millikassa og einnig með háu og lágu drifi.

Meðal eiginleika Musso Grand má nefna fimm punkta gormafjöðrun að aftan sem eykur stöðugleika og bætir aksturseiginleika á ójöfnum vegum. Bílabúðin segir mögulegt er að fá blaðfjöðrun í staðinn, fyrir þá sem vilja meiri burðargetu, en hámarksburðargeta er 1.025 kg og dráttargeta allt að 3.500 kg. Tvær pallalengdir eru í boði: 130 cm og 161 cm en í báðum útfærslum er breiddin 157 cm og hæðin 57 cm.

Innarýmið þykir rúmgott og er með hágæða innréttingu, 12,3 stafrænt mælaborð og aðgerðarstýri. Þar að auki er 12,3 stafrænn margmiðlunarskjár með íslensku leiðsögukerfi, Apple CarPlay og Android Auto.

Undanfarin ár hefur Musso rakað til sín verðlaunum erlendis og var hann t.d. hlutskarpastur í vali 4x4 Magazine árið 2024 sem „bestu kaupin“ en Carbuyer í Bretlandi valdi Musso jafnframt besta pallbílinn árið 2023.

Nýr Musso kostar frá 7.590.000 kr. m. vsk.

Fjöðrunarbúnaðurinn bætir aksturseiginleika á erfiðum vegum.
Fjöðrunarbúnaðurinn bætir aksturseiginleika á erfiðum vegum. Ljósmynd/Bílabúð Benna
mbl.is