Ísband efnir til jeppasýningar

Jeep Wrangler Rubicon þykir henta bæði fyrir borgarumferð og meira …
Jeep Wrangler Rubicon þykir henta bæði fyrir borgarumferð og meira krefjandi aðstæður. Ljósmynd/Ísband

Það verður margt áhuga­vert að sjá í sýn­ing­ar­sal Ísband á laug­ar­dag en þá verður hald­in veg­leg jeppa- og pall­bíla­sýn­ing.

Meðal ann­ars verður hægt að skoða RAM 3500 pall­bíla sem eru sýnd­ir bæði óbreytt­ir og með 35, 37 og 40 tommu breyt­ing­um. Sömu sögu er að segja af Jeep Wrangler Ru­bicon sem Ísband sýn­ir í 35, 37, og 40 tommu út­gáf­um.

Stjarna dags­ins er Jeep Wrangler Ru­bicon 4xe Plug-In-Hybrid Special Ed­iti­on en í til­kynn­ingu frá umboðinu seg­ir að þar sé á ferð jeppi fyr­ir þá sem hugsa sér ekki ein­göngu að nota öku­tækið til fjalla­ferða. Er jepp­inn samlit­ur, á fín­munstruðum 30 tommu dekkj­um og hægt að velja und­ir hann 20 eða 21 tommu felg­ur „sem und­ir­strika ferskt, en samt klass­ískt og fágað út­lit,“ eins og umboðið kemst að orði.

Á Jeep Wrangler Ru­bicon að vera lip­ur í akstri og Special Ed­iti­on-út­færsl­an að henta þeim sem vilja aka dags­dag­lega á sport­leg­um og kröft­ug­um jeppa í borg­ar­um­ferðinni en hafa samt þann mögu­leika að geta ekið eft­ir tor­fær­um vega­slóðum.

Ísband sér­hæf­ir sig í breyt­ing­um á Jeep og Ram og er bílaum­boðið það eina í land­inu sem sér sjálft um að fram­kvæma slík­ar breyt­ing­ar, en Jeep og Ram sem Ísband breyt­ir viðhalda verk­smiðju­ábyrgð sinni.

Sýn­ing­ar­sal­ur Ísband er að Þver­holti 6 í Mos­fells­bæ og verður opið milli klukk­an 12 og 16 á laug­ar­dag.

mbl.is

Bílar »