Árleg Jeppasýning Toyota á laugardaginn

Nýr Land Cruiser hefur heldur betur slegið í gegn á …
Nýr Land Cruiser hefur heldur betur slegið í gegn á Íslandi. Ljósmynd/Toyta

Mikið verður um dýrðir í Kaup­túni um helg­ina en þá fer fram ár­leg Jeppa­sýn­ing Toyota. Í til­kynn­ingu frá umboðinu seg­ir að þessi veg­lega sýn­ing sé fyr­ir löngu orðin fast­ur viðburður – og hátíðis­dag­ur – hjá ís­lensk­um jeppaunn­end­um.

Toyota kynnti Land Cruiser 250 til leiks á síðasta ári og verður hann í aðal­hlut­verki á sýn­ing­unni að þessu sinni. Að sögn Toyota hef­ur þess­um merki­lega jeppa verið vel tekið og er hann orðinn áber­andi í um­ferðinni.

„Fram und­an er fyrsta ferðasum­arið á Land Cruiser 250 og á laug­ar­dag gefst því gott tæki­færi til að sjá bíl­inn í fjöl­breytt­um út­færsl­um; bæði óbreytt­an sem og 33” – 37” breytt­an,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Á sýn­ingu laug­ar­dags­ins verður líka hægt að skoða nokkr­ar út­gáf­ur af Hilux og ýms­an búnað sem til­heyr­ir jeppa­ferðalög­um frá Bílanausti og Ell­ing­sen. Þá verða Crawler fjalla­hjól­hýsi á staðnum en þau voru ein­mitt til um­fjöll­un­ar í bíla­blaði Morg­un­blaðsins í janú­ar.

Jeppa­sýn­ing Toyota Kaup­túni á laug­ar­dag stend­ur yfir frá kl. 12 – 16.

mbl.is

Bílar »