Mikið um að vera á Jeppasýningu Toyota

Eins og sést voru gestirnir á öllum aldri, og forvitnir …
Eins og sést voru gestirnir á öllum aldri, og forvitnir um tækin sem voru til sýnis. Ljósmynd/Toyota

Fjöldi gesta lagði leið sína í sýn­ing­ar­sal Toyota í Kaup­túni á laug­ar­dag­inn en þá hélt umboðið ár­lega Jeppa­sýn­ingu Toyota.

Eins og mynd­ir af viðburðinum bera með sér voru gest­ir mjög áhuga­sam­ir um það sem fyr­ir augu bar.

Land Cruiser 250 var stjarna sýn­ing­ar­inn­ar, og til sýn­is í mörg­um út­gáf­um, en í saln­um mátti einnig líta hjól­hýsi, vélsleða og ýms­an búnað til úti­vist­ar og ferðalaga. Einnig voru sýnd­ir bíl­ar í einka­eigu sem búið var að breyta á ýmsa vegu til að þjóna mis­mun­andi þörf­um.

Mynd­irn­ar tala sínu máli, en eins og kom fram í til­kynn­ingu frá Toyota er þessi ár­vissa sýn­ing orðin eins kon­ar hátíðis­dag­ur fyr­ir marga ís­lenska jeppaunn­end­ur.

Nýr Land Cruiser hefur selst afskaplega vel á íslenskum markaði.
Nýr Land Cruiser hef­ur selst af­skap­lega vel á ís­lensk­um markaði.
Hálendishjólhýsi falla vel að íslenskum aðstæðum.
Há­lend­is­hjól­hýsi falla vel að ís­lensk­um aðstæðum.
Bónvörur og aðrar nauðsynjar voru kynntar á sérstökum bás.
Bón­vör­ur og aðrar nauðsynj­ar voru kynnt­ar á sér­stök­um bás.
Húsfyllir var í Kauptúni, eins og jafnan gerist á Jeppasýningu …
Hús­fyll­ir var í Kaup­túni, eins og jafn­an ger­ist á Jeppa­sýn­ingu Toyota.
mbl.is

Bílar »