Fágæt 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo til sýnis

Bæði elsta og nýjasta kynslóð 911 Turbo þykja í algjörum …
Bæði elsta og nýjasta kynslóð 911 Turbo þykja í algjörum sérflokki. Ljósmynd/Porsche

Bíla­búð Benna frum­sýn­ir á laug­ar­dag bíl núm­er 570 af aðeins 1.974 sem smíðaðir voru af sér­stakri af­mæl­isút­gáfu Porsche 911 Tur­bo.

Það var árið 1974 að 911 Tur­bo kom fyrst á markað og þótti meiri hátt­ar tækni­bylt­ing en Porsche var á þeim tíma leiðandi í þróun kapp­akst­urs­bíla með forþjöppu. Var þekk­ing og reynsla Porsche úr kapp­akst­urs­heim­in­um síðan yf­ir­færð á bif­reiðar fyr­ir al­menna kaup­end­ur og í októ­ber 1974, á bíla­sýn­ing­unni í Par­ís, var hul­unni svipt af 260 hestafla tryl­li­tæki með meira en 250 km/​klst há­marks­hraða og aðeins 5,5 sek­únd­ur í hundraðið.

Porsche 911 Turbo markaði kaflaskil í bifreiðasögunni fyrir hálfri öld.
Porsche 911 Tur­bo markaði kafla­skil í bif­reiðasög­unni fyr­ir hálfri öld. Ljós­mynd/​Porsche

Á 50 ára af­mæli 911 Tur­bo afréð Porsche að smíða sér­út­gáfu í 1.974 ein­tök­um, en jafnt að inn­an sem utan má sjá skemmti­leg tilþrif í hönn­un og efn­is­vali sem vísa í sögu­leg­ar ræt­ur bif­reiðar­inn­ar. Ekki vant­ar kraft­inn hjá 911 Tur­bo, frek­ar en fyrri dag­inn, og er vél­in á nýja sport­bíln­um 650 ps, með 330 km/​klst há­marks­hraða og aðeins 2,7 sek­únd­ur úr kyrr­stöðu upp í 100 km/​klst.

Það fyrsta sem blasir við í farþegarýminu er áklæðið á …
Það fyrsta sem blas­ir við í farþega­rým­inu er áklæðið á sæt­un­um sem vís­ar til 8. ára­tug­ar­ins.

Í til­kynn­ingu seg­ir að af­mæl­isút­gáf­an hafi m.a. háþróað loft­flæði og óviðjafn­an­lega akst­ur­seign­leika. „Hér á ferðinni ein­stakt tæki­færi til að eign­ast sann­kallaðan safn­grip frá Porsche,“ seg­ir Bene­dikt Eyj­ólfs­son, for­stjóri bílaum­boðsins. „911 Tur­bo hef­ur verið tákn hraða og fram­sæk­inn­ar hönn­un­ar í hálfa öld og þessi af­mæl­isút­gáfa end­ur­spegl­ar sögu Porsche og framtíðar­sýn.“

Frum­sýn­ing­in fer fram á laug­ar­dag frá 12-16 í sýn­ing­ar­saln­um á Krók­hálsi 9.

Hönnuðir Porsche brugðu á leik og hafa vísað í sögu …
Hönnuðir Porsche brugðu á leik og hafa vísað í sögu 911 Tur­bo hér og þar.
Afmælisútgáfan er sérstaklega merkt sem slík.
Af­mæl­isút­gáf­an er sér­stak­lega merkt sem slík.
mbl.is

Bílar »

Loka