Volvo XC90 hefur vakið lukku víðast hvar erlendis og þess er skammt að bíða að hann verði fáanlegur hjá Brimborg , en bíllinn kemur í júní.
Volvo XC90 hefur vakið lukku víðast hvar erlendis og þess er skammt að bíða að hann verði fáanlegur hjá Brimborg , en bíllinn kemur í júní. — Morgunblaðið/Njáll
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Njáll Gunnlaugsson, bílablaðamaður Morgunblaðsins, er staddur í Tarragona á Spáni þar sem hann reynsluekur hinum nýja og spennandi Volvo XC90 í dag. „Þessi bíll hefur vakið mikla athygli síðan hann var heimsfrumsýndur í ágúst á síðasta ári.

Njáll Gunnlaugsson, bílablaðamaður Morgunblaðsins, er staddur í Tarragona á Spáni þar sem hann reynsluekur hinum nýja og spennandi Volvo XC90 í dag. „Þessi bíll hefur vakið mikla athygli síðan hann var heimsfrumsýndur í ágúst á síðasta ári. Útlitið og sérstaklega innréttingin með Sensus-stjórnborðinu þykir nýtískuleg og verður spennandi að prófa hana. Það er gaman að koma og sjá hann aftur, ef svo má segja, því ég rakst á hann alveg óvart á svipuðum slóðum í hitteðfyrra, en þá var hann í dulargervi og náði ég nokkrum myndum af honum við það tækifæri,“ sagði Njáll

Volvo XC90 verður aðeins framleiddur með fjögurra strokka vélum og fyrir þeirri ákvörðun Volvo eru nokkrar góðar ástæður. Slíkar vélar taka minna pláss og gera því mögulegt að hafa meira pláss í innanrými. Þær þykja líka hagkvæmar og eyðslugrannar, en samt hefur tekist að gera þær öflugar og til að mynda er tveggja lítra T6-vélin 235 hestöfl og aðeins 6,5 sekúndur að koma bílnum í hundraðið.

Mikilvægur fyrir Volvo

Að sögn Egils Jóhannssonar, framkvæmdarstjóra Brimborgar, mun bíllinn koma í sumar, nánar tiltekið í júní, og kosta frá kr. 10.590.000 kr.

„Volvo XC90 er gríðarlega mikilvægur bíll fyrir Volvo og ekki síður okkur í Brimborg. Gamli bíllinn var okkar mest seldi bíll í mörg ár og gríðarlegur áhugi er fyrir nýja bílnum. Hann hefur verið að fá frábæra dóma, verðið þykir gott miðað við gæði og búnað og hef ég tekið eftir að allir dásama innréttinguna sem þykir með því flottasta í bransanum og skiptir þá ekki máli hvaða keppinauta er miðað við. Vélar og gírkassar eru það allra nýjasta og eyðslan því ótrúlega lítil. Dísel-bíllinn í blönduðum akstri er gefinn upp með eyðsluna 5,8 lítra per 100 km. T8-bíllinn er gefinn upp 2,5 lítrar per 100 km. Það er nokkuð ljóst að þetta verður metsölubíll í þessum flokki á Íslandi en við erum þegar búnir að taka við á annan tug staðfestra pantana.“

jonagnar@mbl.is