Veip getur leitt til reykinga

Veipið er líka afar öflug félagsleg athöfn meðal ungmenna og …
Veipið er líka afar öflug félagsleg athöfn meðal ungmenna og það getur verið erfitt að hafna þeim félagslega þrýstingi sem myndast. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að ung­menni sem fikta með rafrett­ur hafa já­kvæðara viðhorf til reyk­inga en þeir sem hafa aldrei notað tób­ak. Álf­geir Logi Kristjáns­son dós­ent í lýðheilsu­vís­ind­um við HR og við West Virg­inia Uni­versity sagði á málþingi fyr­ir for­eldra í Foss­vogs­skóla ný­lega að rafrett­ur geti virkað sem einskon­ar brú fyr­ir ungt fólk til að færa sig úr „veipi“ yfir í tób­aks­reyk­ing­ar og að þeir sem noti rafrett­ur séu lík­legri til að færa sig yfir í tób­ak síðar.

Rafrettur geta verið öflugt tæki til að hjálpa fólki sem …
Rafrett­ur geta verið öfl­ugt tæki til að hjálpa fólki sem vill hætta að reykja. Hins­veg­ar hafa þær fengið nýtt og óvel­komið hlut­verk meðal ungs fólks sem byrj­ar á rafrett­un­um. Krist­inn Magnús­son

Hann tók fram að rafrett­ur geti verið öfl­ugt tæki til að hjálpa fólki sem vill hætta að reykja. Hins­veg­ar hafa þær fengið nýtt og óvel­komið hlut­verk meðal ungs fólks sem byrj­ar á rafrett­un­um.

Rann­sókn­ir og grein­ing hef­ur rann­sakað á vímu­efna­neyslu ung­menna hér­lend­is og í nýj­ustu rann­sókn­inni kem­ur fram að ríf­lega fjög­ur af hverj­um tíu ung­menn­um hafa ein­hvern tíma prófað að „veipa“. Álf­geir seg­ir að um leið og þú ert bú­inn að taka þetta skref þá ertu í raun búin að búa til mengi fyr­ir breytta hegðun á svipuðu sviði í framtíðinni og að notk­un þeirra líki eft­ir hefðbundn­um reyk­ing­um.

Rafrett­ur­eyk­ing­ar herma eft­ir hefðbundn­um reyk­ing­um og margt bend­ir til að í þeim séu krabba­meinsvald­andi efni þó niður­stöður flestra rann­sókna bendi til að þær séu hættu­minni en tóka­bs­reyk­ing­ar. Veipið er líka afar öfl­ug fé­lags­leg at­höfn meðal ung­menna og það get­ur verið erfitt að hafna þeim fé­lags­lega þrýst­ingi sem mynd­ast.

Álfgeir Logi Kristjánsson
Álf­geir Logi Kristjáns­son

Álf­geir seg­ir að markaðssetn­ing rafrettna sé öðru­vísi en á öðrum hlut­um sem hjálpa fólki að hætta að reykja og höfði í meira og mark­viss­ara mæli til ung­menna. Hann tel­ur að það þurfi að aðgreina rafrett­ur sem aðferð til að hjálpa fólki við að hætta að reykja og draga úr skaðsemi reyk­inga og hins veg­ar að passa að rafrett­ur­eyk­ing­ar verði ekki markaðssett­ar fyr­ir ung­linga sem spenn­andi fyr­ir­bæri sem er í raun­inn það sem hef­ur gerst.

„Það má kaupa „veip“ með allskyns spenn­andi merk­ing­um, bragðteg­und­um, lit­um og lykt­um, allt atriði sem höfða mjög sterkt til ung­menna. Þarna geta stjórn­völd lagt sitt af mörk­um í þágu lýðheilsu fyr­ir  börn,“ seg­ir Álf­geir að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda