Lögregla gómar 20 skrópfjölskyldur

Þýskum fjölskyldum er vissara að fara eftir að fara eftir …
Þýskum fjölskyldum er vissara að fara eftir að fara eftir reglum þegar haldið er í frí á skólatíma.

Lög­regl­an stóð 20 fjöl­skyld­ur að verki á flug­völl­um í Bæj­aralandi í Þýskalandi fyr­ir Hvíta­sunnu­helg­ina sem tóku börn sín úr skóla án leyf­is og stuðluðu þannig að skrópi barna sinna.

Með þess­um lög­regluaðgerðum við inn­rit­un á flug­völl­um í Bæj­aralandi, bæði í Memm­ingen og Nurn­berg, vildi lög­regl­an vekja at­hygli barna, þó einkum for­eldra, á því að skóla­skylda rík­ir í Þýskalandi sam­kvæmt lög­um en það hef­ur færst í auk­ana að börn skrópi til þess að gera farið fyrr í frí með for­eldr­um sín­um.

Lög­regla var einnig í skólaskrópeft­ir­liti á flug­vell­in­um í München en þar voru eng­ar sek­ar fjöl­skyld­ur á ferð. Á flug­völl­um Bæj­ara­lands var lög­regla vak­andi yfir fjöl­skyld­um með börn á grunn­skóla­aldri og var kannað sér­stak­lega við vega­bréfs­eft­ir­lit og inn­rit­un í flug inn hvort for­eldr­ar hefðu leyfi frá skól­um fyr­ir hönd barn­anna sinna.

Lögreglan áréttaði við foreldra að taka ekki börnin úr skóla …
Lög­regl­an áréttaði við for­eldra að taka ekki börn­in úr skóla og freista þess að fá ódýr­ara flug­far­gjald án þess að vera með skrif­legt leyfi frá skól­um barn­anna. . AFP

Þeim for­eldr­um sem kusu frek­ar að fljúga í fríið en senda börn­in sín í skól­ann var birt ákæra og geta þau bú­ist við sekt­um í kjöl­farið. Í þeim til­fell­um þar sem grun­ur var um skróp barna á grunn­skóla­aldri var óskað eft­ir skrif­legu leyfi frá skól­um barn­anna yrði fram­vísað. Þegar slíku leyfi var ekki til að dreifa var haft sam­band við skóla barn­anna. Sam­kvæmt Spieg­el var þó óljóst hvort börn voru tek­in frá fjöl­skyld­um sín­um og send í skól­ann eft­ir að for­eldr­arn­ir flugu í fríið, en þó er staðfest að lög­regl­an áréttaði við for­eldra að taka ekki börn­in úr skóla og freista þess að fá ódýr­ara flug­far­gjald í fríið án þess að vera með skrif­legt leyfi frá skól­um barn­anna.

Frétt þessi er unn­in upp úr frétt á Spieg­el On­line

.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda