„Það er engin jörð B“

Maddy Fernands er ungur leiðtogi sem berst fyrir því að …
Maddy Fernands er ungur leiðtogi sem berst fyrir því að umhverfismálum verði sinnt betur á sviði stjórnmála. Hún hvetur ungt fólk um víða veröld að leggja málefninu lið.

Ungt fólk út um víða ver­öld held­ur áfram að láta til sín taka þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um og móður jörð. Hinn ár­legi jarðardag­ur var hald­inn hátíðleg­ur víða um heim­inn 22. apríl síðastliðinn. Áhuga­vert efni frá m.a. ungu fólki kom fram á þess­um degi á In­sta­gram und­ir myllu­merk­inu #eart­hday2019.

Hörðustu um­hverf­issinn­arn­ir eru hins veg­ar á því að dag­ur jarðar­inn­ar sé í raun og veru á hverj­um degi og pósta und­ir myllu­merk­inu #eart­hdayeveryday.

Á In­sta­gram-síðu Par­ents ný­verið var fjallað um Maddy Fern­ands sem er ung­ur leiðtogi á sviði um­hverf­is­mála. Fern­ands er 16 ára að aldri frá Ed­ina Minnesota og starfar sem fjöl­miðlafull­trúi fyr­ir US Youth Clima­te Strike.

Hún er á því að varðveita skuli jörðina eins vel og mögu­leiki er á, þar sem við eig­um bara eina jörð. Hún hvet­ur ung­menni út um víða ver­öld að taka þátt í næstu mót­mæl­um í um­hverf­is­mál­um 3. maí næst­kom­andi. Hún seg­ir stuðning í verki sýnd­an með því að mæta á staðina þar sem mót­mælt verður og hver og einn ætti að taka fimm vini sína með sér. 

Ungt fólk í Banda­ríkj­un­um er að und­ir­búa umræðuþing með for­setafram­bjóðend­um til for­seta­kosn­ing­anna árið 2020 þar sem mál­efni jarðar­inn­ar og framtíð ungs fólks verða rædd. Hún bend­ir á myllu­merkið #clima­tedeba­te þar sem hægt er að fylgj­ast með þess­ari áskor­un bet­ur á In­sta­gram. 

Samstaða ungs fólks á þessu sviði er að margra mati til fyr­ir­mynd­ar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda