Nafn konunglega drengsins afhjúpað

Sonur Meghan Markle og Harry hefur fengið nafn: Archie Harrison …
Sonur Meghan Markle og Harry hefur fengið nafn: Archie Harrison Mountbatten-Windsor. AFP

Syni Harry Bretaprins og Meg­h­an Markle hef­ur verið gefið nafn. Dreng­ur­inn heit­ir Archie Harri­son Mount­batten-Windsor. Frá þessu greina her­toga­hjón­in á In­sta­gram.

Archie fædd­ist í fyrra­dag, 6. maí, og var kynnt­ur fyr­ir heims­byggðinni í Windsor-kast­ala í dag. Archie er þýskt nafn að upp­runa, stytt­ing á Archiebald, og merk­ir „áræðinn“ eða „hug­rakk­ur“. Harri­son merk­ir svo ein­fald­lega son­ur Harry og er því bein skír­skot­un í föður­inn. 

Veðbank­ar töldu lík­leg­ast að Al­ex­and­er eða Spencer yrði fyr­ir val­inu og þá töldu marg­ir að her­toga­hjón­in myndu fara óhefðbundna leið þegar í nafna­vali og ekki velja hefðbundið breskt kon­ungs­nafn held­ur ein­hvers kon­ar blöndu sem sam­ein­ar breska og banda­ríska menn­ingu.

Í færsl­unni á In­sta­gram má sjá Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu brosa til Archie litla og Fil­ipp­us prins er ekki langt und­an. Á mynd­inni er einnig móðir Meg­h­an og Harry fylg­ist stolt­ur með. 

Verður ekki jarl eft­ir allt sam­an

Kon­ung­leg­ar hefðir kveða á um að þar sem Arcie er frumb­urður her­toga, en Harry ber titil­inn her­tog­inn af Sus­sex, ætti son­ur­inn að fá titil­inn jarl. Harry og Meg­h­an hafa hins veg­ar ákveðið að Archie beri ekki titil, held­ur verður hann kallaður herra (e. Master) Archie Mount­batten-Windsor. 

Drengurinn var kynntur fyrir heimsbyggðinni í Windsor-kastala í hádeginu.
Dreng­ur­inn var kynnt­ur fyr­ir heims­byggðinni í Windsor-kast­ala í há­deg­inu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda