Macpherson og synir á forsíðu Vogue

Arpad Flynn Alexander Busson, Elle Macpherson og Aurelius Cy Andrea …
Arpad Flynn Alexander Busson, Elle Macpherson og Aurelius Cy Andrea Busson á forsíðu Vogue.

Fyrirsætan Elle Macpherson er orðin 55 ára að aldri og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út eins og sjá má á nýrri forsíðu ástralska Vogue. Macpherson er sjálfstæð tveggja barna móðir í dag. Hún stýrir fyrirtæki sínu Welleco sem býður konum um víða veröld upp á þann valmöguleika að verða besta útgáfan af sér. 

Macpherson á syni sína með athafnamanninum Arpad Busson. Þau voru saman á árunum 1996 til ársins 2005. Seinna giftist hún hótelerfingjanum Jeffrey Soffer. Þau skildu árið 2017. Síðan þá hefur hún sett athyglina á sjálfa sig, börnin og ferilinn. 

Synirnir Arpad Flynn Alexander Busson sem er 21 árs og Aurelius Cy Andrea Busson sem er 16 ára sýndu í nýlegri myndatöku að þeir gefa móður sinni ekkert eftir þegar kemur að fyrirsætustörfunum. Þetta kemur fram á vef Vogue

Macpherson býr í sögufrægu húsi í Ástralíu ásamt börnum sínum. Þetta er í fyrsta skiptið sem hún lætur ljósmynda sig með drengjunum fyrir tískutímarit. „Við höfum aldrei gert þetta áður. En okkur leist vel á þessa hugmynd. Strákarnir eru í fríi í skólanum núna svo við hefðum ekki getað valið betri tíma.“

Macpherson er mikil morgunmanneskja og segist vera dugleg að borða grænmeti. Hún pressar alls konar græna safa á morgnana og heldur sér þannig í frábæru formi enn þá.  

Eins og sjá má á myndunum virðist fjölskyldan blómstra í Ástralíu, þar sem þau búa fallega og rækta fjölskylduböndin. 

View this post on Instagram

Ok I had to post one more from @vogueaustralia @nicolebentleyphoto @cybusson @welleco - I so LOVE this.

A post shared by Elle Macpherson (@ellemacphersonofficial) on Jul 15, 2019 at 12:14pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda