Grímuverðlaunahafinn Hjörtur Jóhann Jónsson og kona hans, Brynja Björnsdóttir leikmyndahönnuður, eignuðust dóttur á sunnudaginn. Hjörtur greindi frá komu dótturinnar á samfélagsmiðlum.
„Þessi fullkomna dama kom í heiminn í morgunsárið, á afmælisdegi Reykjavíkurborgar. Öllum heilsast vel,“ skrifaði Hjörtur Jóhann á Instagram.
Brynja og Hjörtur Jóhann, sem sló rækilega í gegn í fyrra sem Ríkharður III. í Borgarleikhúsinu, eiga einn son fyrir. Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju.