Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofinu

Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á sínu …
Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eiga von á sínu fyrsta barni um mánaðarmótin næstu. Elsa Katrín Ólafsdóttir

Skemmtikraft­ur­inn Mar­grét Erla Maack hef­ur hrundið af stað söfn­un á Karol­ina Fund til að eiga fyr­ir fæðing­ar­or­lofinu. Hún býður upp ýmsa afþrey­ingu sem hægt verður að njóta á næsta ári gegn greiðslu núna. Þar á meðal eru dans­tím­ar, veislu­stjóra­nám­skeið, miðar á burlesque-sýn­ing­una Búkalú og veislu­stjórn.

Til­gang­ur söfn­un­ar­inn­ar er tvíþætt­ur að sögn Mar­grét­ar; að safna fyr­ir fæðing­ar­or­lofinu og vekja at­hygli á hversu flókið fæðing­ar­or­lofs­kerfið er fyr­ir þá sem kjósa að vinna sjálf­stætt.

Mar­grét Erla á von á sínu fyrsta barni ásamt kær­asta sín­um Tóm­asi Stein­dórs­syni um mánaðamót­in. Hún er sjálf­stætt starf­andi fjöll­ista­dís, sprelli­kerl­ing og dans­kenn­ari að eig­in sögn. 

Hún hyggst safna um 500 þúsund krón­um, sem ger­ir um 100 þúsund á mánuði þá mánuði sem hún ætl­ar sér að vera í fæðing­ar­or­lofi. Að því loknu mun Tóm­as taka við fæðing­ar­or­lofskefl­inu.

Í fe­brú­ar komst ég að því að ég væri ófrísk og hef síðan þá staðið í því að reyna að átta mig á fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu á Íslandi. Dótt­ir mín fæðist að öll­um lík­ind­um um mánaðamót­in sept­em­ber/​októ­ber og síðustu sam­skipti við fæðing­ar­or­lofs­sjóð benda til að ég hafi af­skap­lega tak­markaðan rétt á fæðing­ar­or­lofi þar sem þeir mánuðir sem þau líta á til viðmiðunar telj­ast ekki vera full inn­koma að þeirra mati,“ seg­ir Mar­grét Erla. Henni finnst þetta ósann­gjarnt þar sem eðli vinnu henn­ar er fljót­andi; stund­um er mikið að gera hjá henni og stund­um ekki. 

Hún seg­ist þó vera í ákveðinni for­rétt­inda­stöðu og bet­ur sett en marg­ir aðrir. „Í fyrsta lagi get ég komið af stað svona söfn­un, ég er ekki ein­stæð og ég tala ís­lensku (og samt er erfitt fyr­ir mig að skilja upp­lýs­ing­ar sem ég fæ frá fæðing­ar­or­lofs­sjóði). Eft­ir að ég fór að tjá mig um þetta og leita ráða hjá fólki í svipuðum spor­um komst ég að því að kerfið ger­ir ein­fald­lega ekki ráð fyr­ir fólki eins og mér  sem sveifl­ast á milli verk­efna, stund­um sem launa­mann­eskja en stund­um sem fríl­ans,“ seg­ir Mar­grét Erla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda