Setja bangsa út í glugga

Bangsi út í glugga.
Bangsi út í glugga.

Ninna Karla Katrín­ar­dótt­ir hvatti fólk til þess að setja bangs­ana sína út í glugga i hverf­is­hópn­um sín­um á Face­book. Ninna fékk hug­mynd­ina úr mömmu­hópi á Face­book en upp­haf­lega kem­ur hug­mynd­in er­lend­is frá. Hug­mynd­in geng­ur út á að setja bangsa út í glugga en börn geta svo farið í göngu­túr og leitað að böngs­um í glugg­um. 

Viðtök­urn­ar í Laug­ar­nes­hverfi hafa verið góðar og seg­ir Ninna í sam­tali við mbl.is hlakka til að fara út í bang­sa­göngu á eft­ir. Rúm­lega klukku­tíma eft­ir að Ninna setti færsl­una inn á Face­book voru þó nokkr­ir bún­ir að koma fyr­ir böngs­um út í glugg­um. Sjálf seg­ist Ninna ætla að setja bangsa út í glugga þegar hún kem­ur heim til sín.

Ninna tek­ur fagn­andi á móti allri afþrey­ingu fyr­ir börn­in og seg­ir það geta verið erfitt að hafa ofan fyr­ir tveim­ur börn­um í lít­illi íbúð. Skólastarf barna henn­ar rask­ast vegna kór­ónu­veirunn­ar og eru alltaf eitt barn heima. „Maður þarf halda uppi dag­skrá alla daga,“ seg­ir Ninna. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda