Setja bangsa út í glugga

Bangsi út í glugga.
Bangsi út í glugga.

Ninna Karla Katrín­ar­dótt­ir hvatti fólk til þess að setja bangs­ana sína út í glugga i hverf­is­hópn­um sín­um á Face­book. Ninna fékk hug­mynd­ina úr mömmu­hópi á Face­book en upp­haf­lega kem­ur hug­mynd­in er­lend­is frá. Hug­mynd­in geng­ur út á að setja bangsa út í glugga en börn geta svo farið í göngu­túr og leitað að böngs­um í glugg­um. 

Viðtök­urn­ar í Laug­ar­nes­hverfi hafa verið góðar og seg­ir Ninna í sam­tali við mbl.is hlakka til að fara út í bang­sa­göngu á eft­ir. Rúm­lega klukku­tíma eft­ir að Ninna setti færsl­una inn á Face­book voru þó nokkr­ir bún­ir að koma fyr­ir böngs­um út í glugg­um. Sjálf seg­ist Ninna ætla að setja bangsa út í glugga þegar hún kem­ur heim til sín.

Ninna tek­ur fagn­andi á móti allri afþrey­ingu fyr­ir börn­in og seg­ir það geta verið erfitt að hafa ofan fyr­ir tveim­ur börn­um í lít­illi íbúð. Skólastarf barna henn­ar rask­ast vegna kór­ónu­veirunn­ar og eru alltaf eitt barn heima. „Maður þarf halda uppi dag­skrá alla daga,“ seg­ir Ninna. 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda