Árlegt páskabingó verður fjarbingó

Arnór Fannar Reynisson, formaður starfsmannafélags Origo, fyrir framan snjallbox hjá …
Arnór Fannar Reynisson, formaður starfsmannafélags Origo, fyrir framan snjallbox hjá Origo. Ljósmynd/Aðsend

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo ætlar að halda fjarbingó fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra næsta laugardag. Arnór Fannar Reynisson, formaður starfsmannafélags Origo, segir að upphaflega hafi verið ákveðið að halda páskabingó eins og árin á undan en vegna samkomubannsins hafi því verið aflýst.

„Við erum hins vegar frekar þrjósk í starfsmannafélaginu og vildum reyna til þrautar að halda bingóið. Þess vegna datt okkur í hug að færa bingóstemmninguna heim í stofu til fólks. Ekki vanþörf á að halda uppi stemmningu og fjöri á þessu skrítnu tímum,“ segir Arnór Fannar. 

Hann segir að dreifing bingóspjalda, glaðnings og vinninga sé í gegnum snjallbox fyrir utan Origo.

„Snjallboxið kemur í afar góðar þarfir fyrir okkur. Starfsfólk getur sótt bingóspjöldin þegar því hentar í gegnum kóða sem það fær við skráningu. Til að njóta bingósins þarf fólk að tengja sig við Zoom-fundaforritið í gegnum sjónvarpið eða tölvu. Við ætlum svo að verðlauna sérstaklega fyrir skemmtilegustu stemmninguna heima fyrir. Það verður án efa mikið fjör.“

Arnór segir að mikill áhugi sé á viðburðinum enda hafi starfsfólk Origo verið duglegt að reyna að gera skemmtilega hluti í samkomubanninu, hittast á netinu í lok vinnudags eða að vinnudegi loknum. 

„Við búumst við örugglega hátt í 300 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Það verða því fleiri hundruð sem taka þátt í fjarbingói Origo þessa páskana.“


mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda