Benedikt Valsson sem oft er kenndur við Hraðfréttir og unnusta hans, Heiða Björk Ingimarsdóttir dansari og móttökuritari á Kírópraktorstöðinni, eignuðust dreng 28. maí.
Um er að ræða fyrsta barn parsins og að sögn föðurins er drengurinn fullkominn.
Hraðfréttir hófu göngu sína á mbl.is á sínum tíma en þættinum stjórnaði Benedikt ásamt Fannari Sveinssyni. Síðar færðist þátturinn yfir á RÚV. Eftir að Hraðfréttir fóru í pásu hafa Benedikt og Fannar skapað sér atvinnu með skemmtilegheitum enda báðir miklir grínistar. Áður en Benedikt og Fannar urðu ráðsettir fjölskyldufeður bjuggu þeir saman í íbúð sem áður var í eigu Ásgeirs Kolbeinssonar.
Barnavefur mbl.is óskar nýbökuðu foreldrunum hjartanlega til hamingju með barnið.