Þó árið 2020 hafi verið heldur undarlegt ár heldur lífið áfram og íslensku stjörnurnar héldu áfram að fjölga sér. Þessar íslensku stjörnur eignuðust barn á árinu sem er að líða.
Stendi jr. og Sigrún eignuðust sína aðra dóttur á árinu. Sú stutta kom í heiminn í maí og fékk nafnið Matthildur Yrsa. Fyrir eiga þau dótturina Ronju Nótt sem er 6 ára.
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin og kærasta hans Móeiður eignuðust dótturina Matteu Móu í maí.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar og eiginkona hans Kristbjörg eignuðust sitt þriðja barn í haust. Drengurinn fékk nafnið Alexander Malmquist.
Crossfit-stjörnurnar Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Freyju Mist.
Vöðvafjallið Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey eignuðust sitt fyrsta barn saman á árinu. Drengurinn fékk nafnið Stormur Magni.
Förðunarmeistarinn Harpa Kára og Guðmundur eignuðust tvíburana Kára og Kristján í sumar.
Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og kærasta hans Sara Linneth eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar síðastliðnum. Sonurinn fékk nafnið Björgvin Úlfur Árnason Castañeda.
Uppistandarinn Jakob Birgisson og unnusta hans Sólveig Einarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á árinu. Stúlkan fékk nafnið Herdís.
Fjölmiðlamaðurinn Benni Vals og sambýliskona hans Heiða Björk eignuðust sitt fyrsta barn snemma í sumar. Sonurinn hefur fengið nafnið Elmar Ingi.
Landsliðsmaðurinn Raggi Sig. og eiginkona hans Alyona eignuðust dóttur á árinu. Stúlkan fékk nafnið Mia.
Lögfræðingurinn og fegurðardrottningin Unnur Birna og maður hennar Pétur eignuðust dreng í sumar.
Hönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa og unnusti hennar Andrés eignuðust sitt annað barn á árinu. Litla stúlkan fékk nafnið Birta Katrín.
Rithöfundurinn Sif Sigmars og eiginmaður hennar Geir eignuðust sitt þriðja barn í sumar. Í heiminn kom lítill drengur.
Söngkonan Katrín Halldóra og eiginmaður hennar Hallgrímur eignuðust sitt fyrsta barn saman í sumar. Sonurinn fékk nafnið Stígur en fyrir átti Hallgrímur soninn Óðin.
Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðars og Alexandra Fanney eignuðust sinn annan son saman.
Tónlistarmaðurinn Joey Christ og unnusta hans Alma eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun desember. Lítill „kóngur“ kom í heiminn.
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans Guðlaug eignuðust sitt fyrsta barn í haust. Sonurinn var skírður eftir afanum Gumma Ben. og hlaut nafnið Guðmundur Leó.
Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og kærasta hans Kristín eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar síðastliðnum. Litla stúlkan fékk nafnið Ásta Bertha Bergmann.