„Mesti stuðningurinn að skutla í fermingarfræðsluna“

Feðgarnir Jón Ólafsson og Jökull Jónsson.
Feðgarnir Jón Ólafsson og Jökull Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Ólafsson tónlistarmaður á soninn Jökul sem mun fermast hjá Siðmennt á þessu ári. Jón segir syninum líða vel að koma fram og hugsanlega sé það eitthvað sem liggur í genum hans.

Jón segir það hafa verið auðvelt og skemmtilegt að fylgja Jökli eftir í fermingarfræðslunni og fræðslan sé alltaf skemmtileg lífsreynsla fyrir börnin okkar.

„Ætli aðalstuðningurinn við Jökul hafi ekki verið að skutla honum í fræðslutímana hjá Siðmennt. Mér finnst fermingarfræðslan hjá þeim hafa vakið hann til umhugsunar um lífið og tilveruna, sem er alltaf mjög gott fyrir krakka á þessum aldri. Í raun hefur Jökull alltaf verið að velta upp hlutum um lífið og tilveruna; svo fræðslan ýtir og styrkir hann í því.“

Jón segir Jökul mjög athafnasamann ungan mann sem hafi alltaf verið að fást við spennandi hluti utan skólans.

Þegar báðir foreldrar eru sviðslistamenn

Jökull vakti athygli í fyrra á athöfn hjá Siðmennt þar sem hann fór á svið og söng lag um ferminguna.

„Honum líður mjög vel að koma fram fyrir fólk. Foreldrar hans eru sviðslistamenn; hugsanlega er þetta eitthvað genatengt.“

Jón segir að fermingin sjálf verði einföld og ekki mikið tilstand í kringum það.

„Þetta er í gerjun hjá okkur. Það er auðvitað búið að margfresta fermingunni vegna kórónuveirunnar og mun hann af þeim sökum fermast mörgum mánuðum eftir fermingarfræðsluna.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda