Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir segir að það sé ekki á dagskrá að eignast barn með kærasta sínum, kírópraktornum og listamanninum Guðmundi Birki Pálmasyni. Lína Birgitta svaraði spurningum fygljenda sinna á Instagram á dögunum þar sem hún ljóstraði þessu upp.
„Það er aldrei að vita en það er allavegana ekki á planinu. Hann á nú þegar þrjú stykki sem eru hjá okkur aðra hverja viku,“ skrifaði Lína Birgitta af hreinskilni þegar hún var spurð út í það hvort hún ætlaði að eignast barn með Gumma.
Lína Birgitta og Gummi hafa verið eitt glæsilegasta par landsins í eitt og hálft ár. Hún opnaði sig um bónusbörniní viðtali við Barnavef mbl.is í fyrrasumar. „En eins og staðan er í dag þá gæti ég ekki ímyndað mér að vera með Gumma mínum án krakkanna! Eins og ég sagði við hann fyrir stuttu síðan þá finnst mér ég vera ríkari. Það er magnað hvað maður getur byrjað að þykja vænt um annara manna kríli,“ sagði Lína Birgtta meðal annars í viðtalinu.