Barneignir ekki á dagskrá hjá Línu og Gumma

Ljósmynd/Aðsend

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir segir að það sé ekki á dagskrá að eignast barn með kærasta sínum, kírópraktornum og listamanninum Guðmund­i Birk­i Pálma­syni. Lína Birgitta svaraði spurningum fygljenda sinna á Instagram á dögunum þar sem hún ljóstraði þessu upp. 

„Það er aldrei að vita en það er allavegana ekki á planinu. Hann á nú þegar þrjú stykki sem eru hjá okkur aðra hverja viku,“ skrifaði Lína Birgitta af hreinskilni þegar hún var spurð út í það hvort hún ætlaði að eignast barn með Gumma. 

Lína Birgitta og Gummi hafa verið eitt glæsilegasta par landsins í eitt og hálft ár. Hún opnaði sig um bónusbörniní viðtali við Barnavef mbl.is í fyrrasumar. „En eins og staðan er í dag þá gæti ég ekki ímyndað mér að vera með Gumma mín­um án krakk­anna! Eins og ég sagði við hann fyr­ir stuttu síðan þá finnst mér ég vera rík­ari. Það er magnað hvað maður get­ur byrjað að þykja vænt um ann­ara manna kríli,“ sagði Lína Birgtta meðal annars í viðtalinu. 

Barn er ekki á dagskrá hjá Gumma og Línu.
Barn er ekki á dagskrá hjá Gumma og Línu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda