Edda Hermannsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka og Ríkharður Daðason hagfræðingur eignuðust son í gær, ellefu dögum fyrir settan tíma. Fyrir á Edda tvö börn og Ríkharður eina dóttur.
Ríkharður og Edda hnutu hvort um annað 2017. Sumarið 2018 bað hann hennar í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Hauks Inga Guðnasonar sem fram fór á Ítalíu.
Fæðingin gekk vel og gerði Ríkharður að umtalsefni að hann hefði verið viðstaddur alla fæðinguna í tvo og hálfan tíma og ekki liðið yfir hann.
Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn og lífið.