Magga Maack með dótturinni á vespu

Margrét Erla Maack og dóttir hennar Ragnheiður Nína
Margrét Erla Maack og dóttir hennar Ragnheiður Nína Skjáskot/Instagram

Ítalska vespan hennar Margrétar Erlu Maack fréttakonu og fjöllistadísar minnir um margt á lóuna. Íbúar miðborgar Reykjavíkur vita að sumarið er komið þegar Magga er mætt á vespuna. Nú þegar loksins er farið að hlýna á ný birtir Magga æðislega mynd af sér og dóttur sinni Ragnheiði Nínu Tómasdóttur-Maack á ítölsku vespunni.

Margrét er klædd í beige-litan rykfrakka og í sturluðum bronslitum New Balance-skóm. Við myndina skrifar Margrét: „Við erum að æfa okkur!“ og klárt þykir að Ragnheiður Nína er í skýjunum að fá að vera með mömmu á vespunni. Það er nokkuð ljóst að mæðgurnar eru ánægðar að sumarið er kannski komið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda