Snyrtifræðingurinn Guðríður Jónsdóttir, Gurrý, og kærasti hennar Egill Einarsson einkaþjálfari gáfu syni sínum nafn um helgina. Drengurinn, sem kom í heiminn í maí, fékk nafnið Aron Leó.
„Litli fékk nafn í dag. Aron Leó Egilsson,“ skrifaði Egill meðal annars á Instagram. Egill er stoltur tveggja barna faðir. Nafnaveislan fór fram í afmæli Evu Malenar, dóttur Egils og Gurrýjar.