Hesturinn sem hjálpar börnum í vanda

Twiglet er sannkallað kraftaverk. Hann fannst barinn og brotinn við …
Twiglet er sannkallað kraftaverk. Hann fannst barinn og brotinn við veginn en náði sér að fullu og er nú ljúfur og góður hestur sem vinnur með börnum í vanda. mbl.is/Horseworld

Sumir segja að þeir sem hafa upplifað erfiðleika í lífinu geti verið til staðar fyrir aðra í flóknum aðstæðum. Það eru svo sannarlega orð að sönnu hvað viðkemur hestinum Twiglet sem fannst brotinn og særður aðeins eins vetrar gamall en aðstoðar nú börn í vanda í Bristol. 

Hesturinn Twiglet starfar hjá Horseworld með börnum sem eru að ná sér eftir erfiðleika í skóla eða í daglega lífinu. Twiglet fannst árið 2015 við Avonmouth með brotið bak og háls, fælinn og vannærður. Margir héldu að hann myndi ekki lifa hremmingarnar af en hann hefur vaxið og dafnað með árunum. 

„Við fengum símtal um miðja nótt vegna hestsins og fréttum af fleiri hestum í vanda á þessu svæði. Fólk hafði þá skilið hestana sína eftir á þessum stað eða þeir flúið þangað. Við teljum að Twiglet hafi verið hent þangað þegar eigandinn gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki notað hestinn í vinnu. 

Fáir hefðu trúað því að hann gæti orðið sá hestur sem hann er í dag. Hann er ljúfur og góður og vinnur nú með börnum sem eiga í vanda vegna eineltis eða samskiptavanda. 

Hann sýnir ekki einkenni þess að hafa verið misþyrmt í æsku. Skapgerð hans er svo einstök að við vildum láta hann vinna með ung börn sem eiga við hegðunarvanda að stríða eða hafa lent í erfiðleikum. Það er einstakt að fylgjast með samskiptum hans við börnin og þegar þau hafa verið í kringum hann í svolítinn tíma er eins og það efli sjálfstraust þeirra og geri þau sterkari. Fyrst hann gat komist í gegnum erfiðleika sína, þá geta þau það,“ segir Amy Williamson sem starfar hjá Horseworld.

BBC News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál