Helgin fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni

Baldur Ólafsson fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni um helgina.
Baldur Ólafsson fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni um helgina.

Bald­ur Ólafs­son markaðsstjóri Bón­us ætl­ar í ár­lega birki­fræ­söfn­un með fjöl­skyld­unni sinni um helg­ina. Hann seg­ir til­valið að gera birki­fræ­söfn­un að fjöl­skyldu­degi. Átakið er liður í því að út­breiða á ný birki­skóg­lendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung lands­ins við land­nám.

„Við fjöl­skyld­an erum að fara í birki­fræ­söfn­un um helg­ina. Þetta er orðin ár­leg hefð hjá okk­ur í fjöl­skyld­unni. Ég og kon­an mín för­um ásamt son­um okk­ar tveim­ur sem eru 12 og 14 ára gaml­ir. Við för­um í göngu­ferð og tín­um birki­fræ og græðum upp landið. Við för­um í ná­grenni Akra­ness þar sem við búum. Þetta er skemmti­leg úti­vist og að sjálf­sögðu stórt um­hverf­is­mál. Ég er bú­inn að vera að grúska mikið í um­hverf­is­mál­um í tengsl­um við starf­semi Bón­us. Ef all­ir taka til hend­inni þá ger­ir margt lítið eitt stórt. Það er því mik­il­vægt að lands­menn átti sig á því að græða skóga er stórt hags­muna­mál fyr­ir okk­ur Íslend­inga,“ seg­ir Bald­ur. 

„Þetta er sam­starfs­verk­efni Land­græðslunn­ar og Skóg­rækt­ar­inn­ar. Bón­us og fleiri fyr­ir­tæki og hags­munaaðilar koma að þessu mik­il­væga verk­efni. Lagt var upp með að auka vit­und og áhuga fólks á efl­ingu nátt­úr­unn­ar og út­breiðslu birk­is, víðis og ann­ars gróðurs á land­inu. Verk­efni af þessu tagi hvet­ur fólk til að taka til hend­inni í um­hverf­is­mál­um."

Bald­ur seg­ir átakið vera lið í því að út­breiða á ný birki­skóg­lendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung lands­ins við land­nám. Ef landið klæðist birki­skógi minnk­ar kol­efn­is­los­un og bind­ing hefst í staðinn. Svona verk­efni eru því líka lofts­lags­verk­efni. Í öll­um versl­un­um Bón­us, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og á lands­byggðinni, er hægt er að nálg­ast sér­stök box til að safna birki­fræj­un­um. 

Markmiðið er að safna birkifræjum en hægt er að nálgast …
Mark­miðið er að safna birki­fræj­um en hægt er að nálg­ast sér­stök box í Bónusversl­un­um um allt landið.

„Eft­ir söfn­un er svo hægt að skila boxun­um aft­ur í versl­an­ir Bón­us í næstu inn­kaupa­ferð. Skóg­rækt­in og Land­græðslan sjá svo um að koma fræj­un­um í jörð þannig að sam­an græðum við landið. Það er bara um að gera að klæða sig eft­ir veðri og vera með gott nesti í birki­fræ­söfn­un­ar­leiðangri fjöl­skyld­unn­ar," seg­ir Bald­ur sem hlakk­ar til birki­fræs­söfn­un­ar­inn­ar með fjöl­skyld­unni.

Síðastliðið haust var safnað um­tals­verðu magni af birki­fræj­um sem var að hluta dreift á þeim tíma. Í vor var af­gang­in­um dreift á val­in beitarfriðuð svæði. Birki­fræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sán­ing­unni get­ur bein sán­ing verið auðveld leið til að koma birki í skóg­laust land. Söfn­un­ar­átakið í fyrra gekk afar vel og áhugi al­menn­ings var mik­ill og von­andi verður sama uppi á ten­ingn­um nú í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda