Landsliðskonan í fótbolta Sara Björk Gunnarsdóttir og fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson eignuðust son. Litli drengurinn kom í heiminn á þriðjudag, 16. nóvember, degi íslenskrar tungu.
Sara greinir frá fæðingu sonar síns á Instagram í dag og segir að móður og barni heilsist vel. „Þegar allt breyttist til hins betra,“ skrifaði Sara við færsluna en þetta er fyrsta barn þeirra Árna.
Sara er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og leikur einnig með franska liðinu Lyon.