Sjö börn fæddust á aðfangadag

Sjö börn fæddust hér á landi á aðfangadag.
Sjö börn fæddust hér á landi á aðfangadag. AFP

Sjö börn fæddust hér á landi á aðfangadag og sjö á jóladag. Jólabörnin í ár eru því fjórtán talsins. 

Flest barnanna fæddust á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík en þar fæddust sex börn á aðfangadag og fimm á jóladag. 

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík fæddist eitt barn á aðfangadag en ekkert á jóladag. 

Eitt barn fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri á jóladag en ekkert barn fæddist þar á aðfangadag. Eitt barn fæddist í heimahúsi í Mosfellsbæ á jóladag.

Engin jólabörn komu í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Reykjavík en þar fæddust engin börn, hvorki í gær né fyrradag. Eitt barn kom þó í heiminn á fæðingarstofu Bjarkarinnar á Þorláksmessu.

Ekki náðist að fá upplýsingar um hvort eða hversu mörg börn fæddust á jóladag og aðfangadag á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað. Jólabörnin eru því ef til vill fleiri en þrettán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda