Kristjana og Haraldur eiga von á barni

Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eiga von á barni …
Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eiga von á barni saman. Skjáskot/Instagram

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eiga von á sínu fyrsta barni saman. Frá þessu greindi Kristjana í áramótakveðju sinni á samfélagsmiðlum. 

„Gleðilegt nýtt ár frá okkur. Við hlökkum alveg frekar mikið til nýja ársins,“ skrifaði Kristjana og bætti við lyndistákni af barni. Hamingjuóskunum hefur rignt yfir parið en í athugasemdum segir Kristjana að settur dagur sé 1. júlí 2022. Þetta er þeirra fyrsta barn saman.

Kristjana er íþróttafréttakona á íþróttadeild Ríkisútvarpsins en hefur einnig verið spyrill í Gettu betur og Haraldur er einn fremsti kylfingur landsins.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda