Afhenda öllum nýburum í vikunni rauða húfu

Dagana 7.-14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfædda hjartagalla.
Dagana 7.-14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfædda hjartagalla.

Dagana 7.-14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfædda hjartagalla. Í þessari viku er sérstök áhersla lögð á að fræða almenning um meðfædda hjartagalla, kynna hetjurnar sem þurfa að lifa með þá alla sína ævi, fjölskyldur þeirra og lífið með hjartagalla. 

Þetta segir í tilkynningu frá Neistanum – Styrktarfélagi hjartveikra barna.

„Neistinn stendur fyrir prjónaherferðinni “Litlar húfur, stór hjörtu”, og með aðstoð fjölmargra prjónara sem lögðu félaginu lið, mun Neistinn afhenda öllum nýburum sem fæðast þessa viku rauða húfu, til að vekja athygli á félaginu og þeim 70 börnum sem fæðast árlega með hjartagalla,“ segir í tilkynningunni.

Í samstarfi við Omnom mun Neistinn einnig standa fyrir sölu á súkkulaði til styrktar félagsins.

Helgina 12.-13. febrúar munu starfsmenn og stjórn Neistans standa vaktina í Kringlunni og fræða gesti og gangandi um félagið og kynna starfsemi þess.

Félagið mun jafnframt kynna til leiks hjartabörn og segja sögu þeirra á sínum miðlum til að fræða alla sem hafa áhuga á að kynna sér málefni þeirra.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um félagið á heimasíðu þess, www.neistinn.is, en einnig á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram undir nafninu Neistinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert