Vann Ofurskálina og eignaðist barn nr. 2

Van Jefferson ásamt dóttur sinni Bellu.
Van Jefferson ásamt dóttur sinni Bellu. AFP

Gærkvöldið var sennilega eitt besta kvöld lífs NFL-kappans Van Jefferson. Ekki nóg með að hann og lið hans, Los Angeles Rams, hafi unnið Ofurskálina í NFL-deildinni í gær heldur fæddist honum einnig sonur. 

Eiginkona hans, Samaria Jefferson, var stödd á SoFi-leikvanginum þegar leikurinn hófst en á einhverjum tímapunkti fór hún af stað í fæðingu og fór upp á spítala. Samkvæmt fréttum ABC News bað hún starfsfólk Los Angeles Rams að láta eiginmann hennar ekki vita, því hann myndi yfirgefa leikvanginn. 

Drengurinn litli er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau fimm ára gamla dóttur, Bellu. 

Í viðtali við The Athletic í síðustu viku sagðist Samaria ætla að halda í sér fram yfir leik og biðja til Guðs að hún færi ekki af stað. Hún var sett hinn 17. febrúar. „Mér líður vel, en mér líður klárlega eins og ég sé gengin 40 vikur,“ sagði Samaria.

Jefferson greindi frá fæðingu sonar síns eftir leikinn.
Jefferson greindi frá fæðingu sonar síns eftir leikinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda