Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, greindi frá því um helgina að hún væri orðin föðursystir. Bróðir hennar, Magnús Sigurbjörnsson og kærasta hans Aðalbjörg Guðmundsdóttir eignuðust son á fimmtudag í síðustu viku.
Áslaug birti myndir af sér með bróðursyninum litla á Instagram í gær en Magnús tilkynnti einnig um fæðingu sonarins á Instagram.
„Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 12:25 fæddist þessi gullfallegi prins. Hann var 3,875 kg (15,5 merkur) og 53 cm á hæð. Öllum heilsast vel og fjölskyldan hlakkar til að takast á við nýtt hlutverk,“ skrifaði Magnús.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!