Ráð til að forðast foreldrakulnun

Það getur verið þrautin þyngri að sameina vinnu og fjölskyldulíf. …
Það getur verið þrautin þyngri að sameina vinnu og fjölskyldulíf. Margir foreldrar bugast við álagið. Unsplash.com/Juliane Lieberman

Að sinna fullri vinnu, heimili og börnum getur tekið sinn toll. Barnasálfræðingarnir Ashley Graber og Maria Evans segja að foreldrakulnun sé vandamál alls staðar í heiminum. Þær vilja hjálpa foreldrum að læra að setja sér mörk og gefa góð ráð í þeim efnum.

„Það er eins og allir séu stöðugt að vinna og gefa sér ekki tíma til að hvílast. Því er ekki að undra að fólk finni fyrir kulnunareinkennum,“ segir Evans í viðtali við Goop.com.

Taktu tíu mínútna pásur

„Við mælum með að fólk taki sér alltaf tíu mínútur dag hvern fyrir sjálfan sig. Þetta þurfa ekki að vera langar pásur en þær þurfa að skipta máli. Það eru nokkrar megin reglur. Enginn skjátími og bannað að skipuleggja næstu máltíð eða fund. Ef maður tekur sér þessar tíu mínútur á hverjum degi þá safnast það saman og maður finnur mikinn mun. Það er til dæmis hægt að fara í stuttan göngutúr, njóta kaffibollans úti á svölum, eða gera léttar teygjuæfingar við uppáhaldstónlistina. Heilinn og taugakerfið þurfa ekki mikið til þess að endurstillast. Það er best að gera þetta til að koma í veg fyrir niðurbrot því það er mun erfiðara að koma til baka eftir að hafa algerlega brotlent. Ef við skipuleggjum þessar pásur fram í tímann þá er líklegra að við stöndum við þær.“

Settu þér mörk

„Það er mjög mikilvægt að allir setji sér ákveðin tímamörk hvað varðar tölvunotkun, sjálfsrækt og tími með börnunum. Þegar þessi mörk eru ekki til staðar þá er hætt við að manni finnist allt yfirþyrmandi og kaótískt. Búðu til tímaramma og haltu þér við hann.“

Gæðatímar með börnum

„Foreldrar upplifa oft mikla togstreitu og samviskubit yfir að vera ekki að verja nægilegum tíma með börnunum eða að gera ekki nógu mikið af skemmtilegum hlutum með þeim. Rannsóknir hafa sýnt að gæði umfram magn skipti máli en þá þarf að hafa í huga hvað teljast sem gæðastundir? Gæðastundir eru ekki að fara og gera eitthvað stórkostlegt heldur þvert á móti. Bara að vera saman í ró og vera til staðar í núinu með þeim. Reyndu að festa niður tíu mínútur af ótrufluðum tíma með barninu á hverjum degi. Það safnast upp og skilur mikið eftir sig hvað varðar tengslamyndun.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda