Karlotta prinsessa verður sjö ára í næsta mánuði. Hún er sögð vera afar skörp ung dama en foreldrear hennar Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge eru með strangar reglur á heimilinu í Kensington-höll í London.
Karlotta er fluggáfuð að því fram kemur í máli heimildarmanns Us Weekly. „Hún er efst í bekknum í lestri. Hún nýtur þess í alvöru að sinna heimavinnunni.“
„Hún setur upp sýningar í hvert skipti sem hún fær tækifæri til,“ sagði heimildarmaðurinn og sagði að Karlotta elski fimleika sem og listir og leiklist.
Karlotta og eldri bróðir hennar, Georg prins sem er tveimur árum eldri, eru sögð meðvituð um stöðu sína. Hertogahjónin af Cambridge eru sögð kenna þeim að monta sig ekki af stöðu sinni heldur koma fram við aðra sem jafningja með vinsemd að vopni.
Karlotta, Goorg og hinn næstum því fjögurra ára gamli Lúðvík prins fá ekki að vera á samfélagsmiðlum. Sú regla er meðal annars leið Vilhjálms og Katrínar til þess að halda þeim niður á jörðinni. „Katrín og Vilhjálmur leyfa þeim ekki að vera með aðganga, ekki einu sinni leynilega. Þau eru 100 prósent mótfallin því að ung börn séu með aðgang að samfélagmiðlum.“