Spænski tennisspilarinn Rafal Nadal og eiginkona hans Mery Perelló eignuðust sitt fyrsta barn nú um helgina. Hjónin eignuðust son og kom hann í heiminn á Mallorca.
Nadal er einn fremsti tennisspilari í heimi og hefur unnið fjölda titla á öllum stærstu mótum heims. Hann lék nýverið með sínum helsta keppinaut, Roger Federer, í tvíliðaleik Laver-mótinu í Lundúnum en leikurinn var sá síðasti sem Federer spilaði á sínum ferli.
Nadal kvæntist Perelló árið 2019 en þá höfðu þau verið saman í fjórtán ár.