Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Gísli Árnason eiga von á sínu fyrsta barni saman. Hildur greindi frá gleðitíðindunum á Facebook nú í kvöld.
Fyrir á Gísli þrjú börn og verður barnið því það fjórða í fjölskyldunni. „Þessi litla týpa ætlar að mæta til okkar á Ránargötunni í apríl. Við erum svo ósköp mikið glöð og þakklát með þessa viðbót við lífið og hlökkum til að sýna þessari nýju manneskju borgina og heiminn,“ skrifaði Hildur í færslu sinni.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!