Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari á Trendnet.is, og handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson tilkynntu um nafn dóttur sinnar á Instagram í dag fengu margar kveðjur frá vinum og vandamönnum sem þótti nafnið afar fallegt.
Anna Magdalena er þriðja barn þeirra hjóna og hún fæddist 5. október síðastliðinn. Fyrir eiga þau dótturina Ölbu Mist, 13 ára og soninn Gunnar Manuel, 6 ára.
Fjölskyldan fluttist til Íslands eftir áralanga dvöl erlendis á árinu og er nú að festa rætur í Skerjafirðinum.