Eiga von á lítilli maístjörnu

Margrét Rán og Bryndís eiga von á barni.
Margrét Rán og Bryndís eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Margrét Rán Magnúsdóttir forsprakki sveitarinnar Vök og unnusta hennar Bryndís Hrönn Kristinsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sagði frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum um helgina. 

Margrét og Bryndís hafa verið saman um árabil. Margrét er ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar, en hún er aðalsöngkona hljómsveitarinnar Vök og hefur einnig sungið með Gus Gus. Bryndís er verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. 

Barnið litla er væntanlegt í maí á næsta ári. „Lítil maístjarna væntanleg 2023,“ skrifa þær við myndirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda