Íþróttaálfurinn Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir, veitingamaður á Rok og rithöfundur, eignuðust son 12. desember.
Hrefna greinir frá því á Instagram að sonurinn sé loksins mættur og að öllum heilsist vel nema hundurinn þeirra sé hundfúll.
Drengurinn er fyrsta barn Magnúsar og Hrefnu en fyrir átti hún dóttur og hann uppkomin börn úr fyrri samböndum.
Barnavefurinn óskar þeim til hamingju með soninn!