Ksenia og Róbert Wessman eiga von á barni

Ró­bert Wessman og eiginkona hans, Ksenia Shak­hmanova, eiga von á …
Ró­bert Wessman og eiginkona hans, Ksenia Shak­hmanova, eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Ró­bert Wessman, stofn­andi og stjórn­ar­formaður Al­vo­gen og Al­votech, og eiginkona hans, Ksenia Shak­hmanova, eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin greindu frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum. 

Róbert birti mynd af þeim á strönd þar sem hann sést halda utan um eiginkonu sína og stækkandi maga hennar. Skrifaði hann að á nýju ári kæmi nýtt líf. 

Róbert og Ksenia gengu í hjónaband í Frakklandi sumarið 2021. Sonurinn Ace kom í heiminn í mars 2019. Hjónin birtu svipaða mynd þegar þau tilkynntu að von væri á þeirra fyrsta barni saman. Þá var Ksenia á baðfötum en hjónin voru á strönd líkt og nú. 

Barnavefur mbl.is óskar hjónunum til hamingju!

Róbert Wessman og Ksenia Shak­hmanova eiga von á barni í …
Róbert Wessman og Ksenia Shak­hmanova eiga von á barni í apríl. Ljósmynd/Instagram

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda