Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er komin í fæðingarorlof. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni.
„Verð fyrst um sinn frá næstu 3 mánuði með varamann á þingi. Vonast til að taka þátt í þingstörfum í maí/júní og taka svo restina af orlofinu út sumarið. Spilum þetta bara eftir eyranu hér á Háaleitisbrautinni, eins og svo margt annað, og eins og á svo mörgum heimilum,“ segir hún um næstu mánuði.
Samkvæmt þessu mun Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, koma inn á þing á morgun.
Kveðst Kristrún hlakka til að fylgjast áfram með þjóðfélagsumræðunni og öfluga fólkinu í flokknum sínum næstu vikurnar.